Kórastarf

Ég er komin í kór og búin að mæta á nokkrar æfingar.

Fyrir utan að finnast gaman að syngja, þá hefur kórsöngur mjög jákvæð áhrif á líf og líðan fólks. Getur dregið úr stressi, kvíða, hjartaveseni og allskonar. Kórsöngur er betri en flest annað tómstundastarf, merkilegt nokk. Ég nenni ekki að grafa upp heimildir til að gera þessi skrif trúverðugri, því þessi skrifast snúast ekki um það, en ég segi ykkur satt, þið verðið bara að trúa mér (eða bretta upp ermar og opna google og skrifa "benefits of choir singing"). 

Strax á fyrstu æfingunni þá leið mér vel. Kórinn tók mér fagnandi og stemmingin í hópnum er góð. Kórstjórinn er flottur og ákaflega metnaðarfullur með litla kórinn sinn. Æfingarstaðurinn er lítill svo nálægðin við kórstjórann er meiri en gerist og gengur. 
Ég átti mjög auðvelt með að detta í úber-kórsöngvara-gírinn, fylgdist náið með kórstjóranum og var alltaf með á hreinu hvað við vorum að syngja og var tilbúin að bregðast við þegar hann sagði til.
Mér líður mjög vel í þeim gír. Ég veit til hvers er ætlast af mér og mitt hlutverk er fyrst og fremst að gera það sem kórstjórinn segir. 

Þetta spilar inn á undirgefnu hliðina mína, þarna get ég verið í minni búbblu utan við hversdagslífið. Þarna þarf ég bara að gera eins og mér er sagt. Ég fann það svo vel strax á þessari fyrstu æfingu að þörfin til að þóknast blossaði upp og mig langaði það eitt að gera vel. 
Svo eru það augnarblikin þar sem kórstjórinn er að stýra kórnum með sínum hreyfingum og líkamstjáningu. Öll skilningavitin eru virkjuð, það eina sem skiptir máli þá stundina er að fylgja honum, anda með honum, syngja með honum og upplifa. Á þessum augnarblikum þarf ég bara að vera. Alveg eins og í góðum BDSM leik þar sem ég er undirgefin, þá þarf ég bara að vera. 

Það er ákveðinn samhljómur á milli þessa tveggja og á undarlegan hátt fæ ég örlitla útrás fyrir undirgefnu hliðina mína með kórsöngnum. 

Það hjálpar líka mikið til að kórstjórinn okkar er frekar sætur. 

Ummæli

Vinsælar færslur