Stolnar myndir

Í þessari færslu minnist ég á vinkonu mína sem hitti mann sem dreifði stolnum tippamyndum af sér. 

Nema hvað í vafri mínu um fetlife dett ég inn á prófíl þar sem við mér blasa kunnulegar grænar nærbuxur og stæðilegur limur. Ég vissi að ég ætti að kannast við þessa mynd og eftir smá heilabrot fattaði ég að þetta er myndin sem vinkona mín sýndi mér eftir nýárshittinginn við þann gamla. 

Þarna voru fleiri myndir sem greinilega voru af sama limnum, og ég verð að éta það ofaní mig að sennilega hefur verið sami eigandi að öllum myndunum sem gamli sendi. Þetta voru samt sem áður stolnar myndir. 

Hvernig er það, lætur maður eigandann vita að það sé verið að dreifa myndunum af tippinu hans í þeim tilgangi að lokka saklausar dömur í bólið? 

Ef þú værir raunverulegur eigandi myndanna, myndir þú vilja fá að vita?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já ég myndi vilja vita enda klárlega ólöglegt og ósiðlegt.

Vinsælar færslur