Kink í mínu lífi

Ég er mjög aum í píkunni og marin á síðunni, við nánari skoðun sé ég að marið er beggja vegna. Á sama tíma er ég í skýjunum!! 

Ég átti fáránlega góðan leik í gærkvöldi. Það var dásamleg nánd og hlýja í honum, en líka harka, forvitni, hlátur og skemmtun, endalausir kossar og snerting. Núna, daginn eftir finn ég vel fyrir því á líkama, en ekki síst á sál. Ég er léttari í lund og finn að ég hef meiri drifkraft, meiri kjark og meira sjálfstraust en ég hef gert mjög lengi. 

Út frá því velti ég fyrir mér mikilvægi kinks í mínu lífi. Ég veit að mér líður betur þegar ég fæ mína útrás. Ég veit að lífið er alla jafna gott þegar ég er með leikfélaga sem ég hitti reglulega. 

Þarf ég kannski að endurhugsa þetta og setja kinkið á sama stað og góða næringu, svefn og hreyfingu? Forgangsraða því í lífinu, stunda BDSM sjálfs mín vegna og sækja grimmar fram í að vera með leikfélaga til að fá mína útrás? 

Þetta er eitthvað sem ég þarf klárlega að hugsa. 

Ummæli

Vinsælar færslur