Draumar geta ræst
Ég settist gengt honum eftir að hafa heilsað honum stuttlega og pantað mér svo kaffi við afgreiðsluborðið. Ég var að hitta hann í fyrsta skipti eftir að hafa kynnst honum á einum af stefnumótamiðlum landsins.
Hann brosti til mín yfir borðið og horfði á mig. Hann sagði ekki orð, heldur sat þarna og horfði bara á mig.
Ég fann að ég fór hjá mér. Ég fann að hjartað fór að slá hraðar. Ég fann roða hlaupa í kinnarnar á mér. Ég fann fiðring fara um mig og kitlandi tilfinning hljóp út í brjóstin. Mér fannst þetta allt í senn svolítið óþægilegt, en æsandi og hálf draumkennt augnarblik.
Óþægilegt því mér fannst ég berskjölduð undir augnarráði hans.
Æsandi því ég elskaði athyglina og spennuna sem lá í loftinu.
Draumkennt því oft hafði ég látið mig dreyma um nákvæmlega þetta; Að engjast um undan augnarráði einhvers sem ég væri að hitta í fyrsta skipti. Einhvers sem nýtur þess að sjá mig verða vandræðalega og finnur ekki þörfina til að fylla þögnina. Einhvers sem finnur sig ekki knúinn til að ganga í augun á mér, heldur hefur sjálfstraustið til að leika sér með stemminguna frá fyrstu stundu.
Ykkur að segja þá fannst mér þetta æði! Það er svolítið skrítin tilfinning að átta sig á því að fantasían sem maður hefur verið með í maganum í lengri tíma, og hefur ekki sagt sálu frá, er að rætast. Svolítið óraunverulegt, en á sama tíma ekki. Þetta var eitt af fáum skiptum þar sem fantasían er alveg í takt við raunveruleikann. Mér leið eins og ég hélt að mér myndi líða, ég naut þess á sama hátt og ég hélt að ég myndi njóta þess.
Eftir þetta atvik þá langar mig að leika meira með þetta atriði: að engjast um undan augnarráði einhvers, að vita ekki hvernig ég eigi að haga mér, eða hvað ég eigi að segja, að þjást af vandræðagangi í þrúgandi þögn, á meðan hann nýtur þess hvað mér finnst þetta óþægilegt.
Það er eitthvað heitt við það.
Ummæli