"Varstu orðin svolítið gröð...."
"Varstu orðin svolítið gröð þegar þú skrifaðir þetta?" spurði hann mig kíminn. Hann var að lesa yfir óskalista sem ég skrifaði honum fyrir hittinginn. Óskir sem ég hafði í kringum leikinn og hvað ég var til í og hvað ekki þann daginn.
Ég fann að ég roðnaði örlítið og varð svolítið vandræðaleg "Kannski.... Afhverju helduru það?"
"Af því að það sést" sagði hann blátt áfram.
"Hvernig sérðu það?" spurði ég, enda skildi ég ekki alveg hvernig það sæist bara si svona hvernig mér leið þegar ég skrifaði þetta.
Hann benti á nokkra staði og undirstrikaði nokkur atriði. Jú, ég gat alveg séð það, en samt ekki alveg. Svona skrifa ég bara. Kannski er ég bara svona auðlesanleg, meira að segja í gegnum texta.
Hinsvegar var þetta alveg satt hjá honum. Þegar ég settist niður við tölvuna á þriðjudegi og skrifaði hvað mig langaði að gera í leikhittingnum föstudaginn eftir, þá fór hugurinn á flug. Í huganum var ég komin á staðinn, komin í aðstæðurnar, liggjandi á bakinu, bundin og með bundið fyrir augum, vitandi ekki hvað myndi gerast eða hvað myndi koma næst... og já. Við skrifin varð ég verulega æst líka.
Ummæli