Af bókabúðum og túristum
Mig dreymdi mjög áhugaverðan draum í nótt.
Ég var allt í einu komin með hús í Vestmannaeyjum upp í hendurnar. Húsið var á mjög hentugum stað, ekki ýkja langt frá höfninni. Það hafði verið bókabúð en stóð núna autt. (Þess ber að geta að ég bjó í Vestmannaeyjum þegar ég var lítil og man vel eftir þessu húsi og bókabúðinni.)Í draumnum velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við húsnæðið. Það var mjög vel staðsett og þar sem túrisminn er í miklum uppvexti í Vestmannaeyjum þá hugsaði ég að það væri eitthvað sem ég ætti að skoða. Allt í einu voru komnir nokkrir ferðmenn inn á jarðhæðina, þar sem bókabúðin hafði verið. Ég eiginlega hunsaði þá og fór eitthvað að dunda baka til í húsnæðinu. Þegar ég kem til baka eru ferðmennirnir naktir í gamaldags sófa og eru að stunda hörku kynlíf. Ég taldi þrjú pör sem sátu, lágu, eða bara voru hlið við hlið í sófanum.
Fyrsta parið var þannig að hún sat klofvega ofaná honum og snéri fram. Hann reið henni og á sama tíma vatt hún upp á sig til að kyssa hann. Við hlið þeirra sat annar karlmaður og kona sem sat klofvega ofaná honum. Hann var inni í henni. Hún hinsvegar var með höndina utanum liminn á þriðja manninum sem sleikti þriðju konuna sem lá í endanum á sófanum. Þau virtust njóta sín mikið, en mér varð um og ó.
Í draumnum rak ég þau út og var ákaflega hneiksluð á þessu framferði þeirra. Stuttu seinna kom vinkona mín í heimsókn. Ég sagði henni þetta en hún benti mér þá á að ferðamönnum vantaði aðstöðu til að stunda kynlíf á og að það gæti verið mjög arðvænlegt viðskiptamódel að vera með verslun fyrir ferðamenn, en bjóða líka upp á aðstöðu fyrir þá til að stunda kynlíf.
Mér fannst þetta áhugaverð nálgun og fór að leggja hausinn í bleyti og skoða leiðir til að láta dæmið ganga upp.
Draumurinn hélt eitthvað áfram en það gerðist ekkert meira krassandi í honum og ég vaknaði upp í morgun með myndina af ferðamönnunum að stunda kynlíf í huganum.
Tvær pælingar út frá þessum draumi.
1. Ætli undirmeðvitundin sé að benda mér á að það er komið allt of langt síðan ég stundaði kynlíf?
2. Hvernig ætli þetta sé í raunheimum? Ætli það sé í alvörunni markaður fyrir "aðstöðu til að stunda kynlíf" fyrir túrista?
Ummæli