Fantasía í láni
Ég var á zoom að hlusta á Deb - TheKinkShrink á fetlife - tala um lífið og tilveruna, allt og ekkert, sambönd og ósambönd.
Hún var að tala um sýna reynslu af því að segja frá sínum mörkum, og sagði frá þessum leik sem hún tók þátt í. Þegar hún var að lýsa þessu þá varð ég heilluð, pínulítið öfundsjúk, og setti þetta beint á minn eigin fantasíulista.
Sem sagt, þá var þessi undirgefna kona sem langaði að leika við Deb og hennar dom. Þannig að þau skipulögðu þannig hitting. Deb og domminn fengu lista yfir mörk og væntingar konunnar, frá domminum hennar, hvað mátti og hvað ekki og allt það.
Síðan mætir hún á svæðið og þau skemmta sér saman, þangað til Deb löðrungar konuna og konan tryllist og allt fer í klessu. Það vantaði víst eitt lykilatriði á markalistann sem þau fengu í hendurnar. Það mátti ekki löðrunga konuna en domminn hennar hafði gleymt að setja það á listann. Tilgangur frásagnarinnar var að benda á mikilvægi þess að fá þessar upplýsingar beint frá viðkomandi aðila.
Mér finnst þessi atburðarrás ferlega heit og eitthvað sem ég væri alveg til í að gera með rétta fólkinu. Nei, ég myndi ekki vilja trassa það að setja lykilatriði á lista yfir mörk og að allt fari í klessu.
En ég held að það hljóti að vera unun að vera lánuð svona og fá að leika við par, par sem þekkist vel og hefur leikið saman lengi. Par sem leggur sig greinilega fram um að gera hlutina vel. Par sem myndi njóta þess að pína og pynta mig, eða nota, eða skemmta sér yfir, eða bara eitthvað. Kannski líka svolítið að fá að vera miðpunktur athyglinnar. Mér finnst það ekki endilega voðalega leiðinlegt. Á sama tíma og maður hefur ákveðið skjól og eigin teningingu við sinn eiginn dom.
ÞAÐ heillaði mig upp úr skónum og það fór beint á fantasíulistann.
Tilgangur þessarar frásagnar er að það má næla sér í fantasíur frá öðrum og gera þær að sínum eigin.
Ummæli