Góðir minjagripir og minna góðir
Sko... ég hef margoft talað um dásemdir þess að fá minjagripi eftir leiki. Það er fátt skemmtilegra en geta horft á vegsumerkin eftir vel heppnaðan leik og finna hvernig eymir eftir af leiknum í marga daga á eftir.... þessu hef ég haldið fram án þess að blikkna í gegnum áranna rás.
Í dag er ég ekki alveg þarna.
Ég átti dásamlegan leik í gærkvöldi, þar sem ég var bundin niður á fjórar fætur og fékk að njóta allskonar dásemda kink-lífsins. Það var langþráð og þarft!! Það var dásamlegt, erfitt, gott, vont, æsandi, krefjandi, örvandi skemmtilegt og fullnægjandi. Allt í bland.
Í morgun þegar ég vaknaði tók ég eftir sviða á olnboganum. Haldiði ekki að ég hafi fengið "teppabruna-sár" á olnbogann. Og það svíður!
Það er alls ekki sexý. Þetta er ekki einn af þessum minjagripum sem fær mann til að dæsa af sælu við að rifja upp leikinn. Ó nei! Það svíður og það er vont þegar það nuddast í fötin. Það er líka vont þegar ég hreyfi olnbogann á ákveðinn máta. Þetta sár var algjörlega óumbeðið og óvelkomið.
Næst verð ég varkárari! Kannski ég fái mér olnbogahlífar?
Ummæli