Gröð
Píkan mín hummar í bakgrunninum allan daginn, alla daga, núna undanfarið. Hún kallar eftir athygli, minnir á sig og heimtar að sér sé sinnt.
Ég hef líka verið dugleg við að sinna henni. Kvölds og morgna hef ég átt notalega stund með henni. Strokið henni blíðlega, stundum laust, stundum fastar. Stundum létt á snípinn, stundum aðeins neðar og stundum að innan. Ég hef fitlað við hana og leitað uppi næm svæði og fundið hvernig hún bregst við þegar ég þrýsti á þau, eða nudda. Ég hef fundið hvernig hún spennist upp og slaknar á víxl, hvernig örvunin er þegar hún er slök og þegar hún er spennt. Hvaða snertingar kalla eftir meiru, fastar, dýpra, og hvaða snertingar eru kitlandi og leikandi, og svo þær snertingar sem gera lítið sem ekkert fyrir hana. Ég hef farið fullnægð að sofa á kvöldin og farið fullnægð inn í daginn morguninn eftir.
Ég stóð mig meira að segja að því í dag að hlakka til að skríða upp í rúm til að eiga stund með henni.
Og það styttist í háttatíma.
Ummæli