Tungumálakenningin
Ég var á maganum í rúminu, höfuðið á mér var keyrt ofaní dýnuna, hendurnar voru bundnar fyrir aftan bak og rassinn á mér var upp í loftið, undir mér var púði sem gerði þessa stellingu aðeins bærilegri. Ég sá ekkert nema dýnuna og koddana sem voru fyrir framan mig. Ég umlaði og engdist um á meðan hann fór ákveðið um mig höndum. Ég reyndi ekki einu sinni að tjá mig þar sem ég var með grímu og limlaga kefli í munninum.
Ég var algjörlega í skýjunum!! Undirgefin, og varnarlaus, en á sama tíma friðsæl og frjáls. Böðuð athygli á þann máta sem mér finnst best.
Þetta var í fyrsta skipti í langan tíma þar sem ég lék með kefli eða gag í munninum og ég fann hvað ég saknaði þess. Það verður einhver grundvallarbreyting á leiknum þegar maður er kominn með kefli og getur ekki tjáð sig. Ég tók eftir því hvaða áhrif það hafði á mig, hvernig ég naut mín á djúpstæðari máta, en ég tók líka eftir breytingu í fasi hans (sem er efni í næstu færslu).
Ég hef núna lengi verið með kenningu um leiki, keflun og tungumál.
Við vitum að í heilanum eru ákveðnar tungumálastöðvar, sem taka á móti upplýsingum, skilja þær, tengja við fyrri þekkingu og reynslu, og koma svo hugsunum okkar og upplifunum í orð sem við getum komið frá okkur. Þetta ferli er svo gott sem ósjálfrátt en reynir á okkur að vissu leiti, það tekur ákveðna orku.
Að nota orðin sín reynir á. Þá þarf maður að a) mynda sér skoðun, b) taka ákvörðun um það hvort eða hvernig sé réttast að bregðast við, c) virkja allar þessar heilastöðvar sem koma að því að tjá sig með tungumálinu, d) finna réttu orðin, hljómfallið o.s.frv., e) koma þessu skilmerkilega frá sér.
Ef að ég er kefluð, eða er með eitthvað sem kemur í veg fyrir að ég geti tjáð mig, jafnvel þótt ég vildi, þá losna ég undan allri þessari vinnu. Ég þarf ekki að vera eins vakandi fyrir umhverfinu, ég þarf ekki að mynda mér skoðun, ég á það ekki á hættu að vera spurð eða að til þess sé ætlast að ég svari, svo ég þarf ekki að vera viðbúin því, ég þarf ekki sérstaklega að virkja þessar stöðvar í heilanum. Ég get hér umbil slökkt á tungumálastöðvunum í heilanum á mér. Það er rosalega frelsandi tilfinning og ég næ að njóta á allt öðru plani. Yfirleitt er það bara af hinu góða.
Ef einhverjir perralingar eru að lesa þetta þætti mér vænt um að vita hvað ykkur finnst um þessar pælingar?
Meikar þetta eitthvað sens?
Ummæli
Fjötrar Kona í veg fyrir að “þú getir” veitt mótspyrnu. Gag kemur í veg fyrir munnleg mótmæli. Þannig afsalar þú valdi og ábyrgð til drottnara þíns.