Alein heima

Eins og sumir lesendur mínir vita kannski þá bý ég í fjölbýli. Það er að segja, ég er með nágranna á efri hæðinni og svo býr leigusalinn minn í kjallaranum. 

Þeir hafa þurft þola lætin í mér þegar svo ber undir. Þið munið kannski eftir sultugerðinni um árið? Ef ekki þá er sú færsla hér

Eftir að ég komst að þessu með sultuna, þá hef ég vandað mig sérstaklega mikið. Ég hef passað að allir gluggar séu lokaðir áður en gest ber að garði. Ég hef líka verið með tónlist í gangi á meðan og reynt að vera eins hljóðlát og mér er unnt. Ég á svolítið erfitt með að vera alveg hljóð samt, en ég reyni. 

Núna milli jóla og nýárs fékk ég eina svona góða heimsókn. Stofan var undirlögð í leikföngum og dóti. Hátalarinn var í gangi allan tímann og ég vandaði mig að vera nágrönnunum ekki til ama. Allt gekk að óskum og tveimur fullnægingum og miklu kúri seinna kvaddi leikfélaginn. 

Nýja árið reið í garð og ég áttaði mig allt í einu á því að ég hafði lítið orðið vör við nágrannana í einhvern tíma. Ég vissi svosem að leigusalinn væri erlendis. En ekkert bólaði á nágrönnunum á efri hæðinni. Ekki komu þau út að skjóta upp ragettum á gamlárskvöld og þegar betur var að gáð var pósturinn þeirra ósnertur í anddyrinu. Ég sendi þeim nýárskveðju og spurði hvort þau væru ekki heima. Svarið kom fljótlega. Nei, þau voru ekki heima. Höfðu skellt sér til útlanda yfir hátíðarnar og voru væntanleg daginn eftir. 

Þau voru ekki heima!! 

Þau voru í útlöndum þegar ég fékk leikfélagann í heimsókn. Ég hefði ekki þurft að passa mig og ég hefði getað verið með öll lætin sem ég vildi, því ég var ein í húsinu. Ekki nóg með það, þá voru þau væntanleg daginn eftir. Þannig að tækifærið hafði gengið mér úr greipum. Ég gat ekki kallað til leikfélagann si svona af því að ég vildi stunda kynlíf með látum í dag. Bókstaflega. 

Ég missti af glugganum til að láta almennilega í mér heyra, algjörlega án þess að hemja mig. 


Ojjj... hvað ég er svekkt! 


Ummæli

Vinsælar færslur