Snípurinn

Í gærkvöldi sá ég pistil inni á fésbókinni. Þar talaði samlanda mín um vanþekkingu okkar íslendinga á kynlífi og lélegri kynfræðslu í íslensku skólakerfi. Ég renndi yfir pistilinn, enda fannst mér hann aðeins eiga við mig, þar sem ég hef verið að grúska í kynfræðslu. Hinsvegar þá rak mig í rogastans við þessa klausu.

Snípur
Snípurinn er miklu, miklu stærri en þessi örlitli nabbur sem við tölum um. Hann er 10-15 cm langur og nær alla leið aftur að endaþarmi, ásamt því að umlykja leggöngin (sjá mynd - þetta rauða). Hann er úr sama vef og kóngurinn á typpum (raunar er kóngurinn myndaður úr því sem hefði annars orðið að sníp fóstursins þegar aukin hormón í legi breyta fóstrinu í kk). Það er ekki skrítið að við vitum jafn lítið um snípinn og raun ber vitni, því fyrsta þrívíddarmyndin af honum var ekki gerð fyrr en árið 2009. Pælið í því. Það var í fyrsta skipti sem það var til vísindaleg mynd af snípnum. Líffæri sem er einskis vert nema til að veita konum ánægju er bara ekki nógu mikilvægt til að rannsaka það.


Ó!! Ég hélt einmitt snípurinn væri akkúrat einmitt þetta litla þarna! Eftir þennan lestur þá fór ég að grúska. Í fræðslumolunum mínum stendur að "Skaft snípsins er stutt af liðböndum og fest við mjamabeinin með tveimur leggjum sem liggja sitthvoru megin niður með leggangaopinu. Við kynferðislega örvun bólgnar stinningarvefurinn í snípnum svo hann stækkar." Eitthvað hef ég ekki meðtekið þetta þegar ég setti þennan fróðleik inn, enda var það fyrir margt löngu síðan.
Hinsvegar rakst ég á þetta æðislega myndband. Eftir að hafa horft á það varð ég margs fróðari um snípinn (og pínkulítið gröð líka).
Ég vissi ekki að snípurinn, eins og ég þekki hann, sé partur af mun stærra kerfi. Ég vissi ekki að hann umléki leggöngin og að hinn eiginlegi G-blettur sé partur af honum. Ég hef greinilega ekki verið að fylgjast með! Það liggur við að mig langi til að aðlaga kynfræðsluefnið mitt þessari uppgvötun minni, þó svo ég sé ekki lengur að kenna það.

Þegar ég skoða sjálfa mig í þessu ljósi þá opnuðust augu mín fyrir því hvað slökunaræfingarnar mínar þarna í neðra eru að gera (færslan um þær er að finna hérna).
Þegar ég slaka á þarna leggjast leggöngin utanum fingurinn, eða hvað annað sem stungið er inn. Þar sem sníp-vefurinn liggur utanum leggöngin þá er meiri örvun við þetta. Meiri örvun þýðir meiri nautn fyrir mig og ég kemst hraðar í átt að fullnægingu. Allt í einu er komið fullt vit í slökunaræfingarnar. Þetta er ekki bara eintóm tilraunastarfsemi út í bláinn.

Þetta skýrir líka afhverju mér finnast aðeins bogin tippi best. Að sama skapi, afhverju aragrúi af fullorðinsleikföngum fyrir konur eru í laginu eins banani. Það gerir það að verkum að þessi vefur er örvaður meira.

Ú... og líka afhverju ég fíla 360 rotating titrarann minn svona vel. Hann snýst í hringi, í stað þess að titra bara. Þar með örvast enn meira af snípvefnum.

Við þessi skrif mín og vangaveltur þá er mig farið að langa að fara upp í rúm og gera allskonar æfingar á svæðinu sunnan heiða. Hey, ég hef alveg 45 mínútur áður en það kemur að einhverjum skyldustörfum, svo ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Góða skemmtun! :-D

Vinsælar færslur