Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Kennarafantasía

Þessi saga var fyrst birt 6. mars 2013 og ákveðinn kennari í HÍ var mér í huga þegar ég skrifaði hana. Einhvernveginn hafa kennarar allt haft visst aðdráttarafl á mig eins og eflaust margar aðrar skólasystur mínar, en aldrei datt mér í hug að það yrði eitthvað meira en bara dagdraumar og fantasíur. Þennan vetur ákvað ég að sinna náminu betur en áður og hækka meðaleinkunnina mína. Ég mætti í alla fyrirlestra með glósubók við hönd og blýantinn á lofti. Ég gafst fljótt upp á því að punkta hjá mér það sem kennararnir sögðu, því ég missti þá iðullega þráðinn í því sem þeir voru að segja. Í staðinn sat ég og hlustaði og glósaði svo upp úr kennslubókunum.  Ég fór að taka eftir ýmsu í fari kennaranna. Einn var með leiðinlega kæki og annar ákaflega vandræðalegur í fasi alltaf, á meðan einn sötraði kaffi í gríð og erg var annar alltaf með vatnsbrúsann og sá þriðji var aldrei með neitt með sér í fyrirlestrum. Fljótlega fór einn kennarinn að vera í uppáhaldi hjá mér. Hann hafði greinilega mikinn o

Nýjustu færslur

Kórastarf

Fortíðin bankaði upp á

Stolnar myndir

Sjálfsfróun

Abbó

Örfantasía

Ekkert að frétta

Meira af síðu hári og stuttu

Eftir endurkomu læknistímann

Endurkoma til læknis