Öryggisorð
Ég fékk athugasemd við síðustu færslu hjá mér. Mjög góða og réttmæta athugasemd. Í listanum yfir viðmiðunarspurningar fyrir leik þá gleymdi ég mjög mikilvægum punkti. MJÖG (með hástöfum og allt) mikilvægu atriði. Það er öryggisorðið. Í kjölfarið komst ég að því að ég er ekki með neina færslu inni á blogginu mínu sem fjallar bara um það. Þannig að nú verður því breytt. Hér er færsla sem fjallar bara um öryggisorð . Hvað er öryggisorð? Öryggisorð er eitthvað sem er notað til að stoppa leiki þegar eitthvað bjátar á. Oft er stuðst við umferðaljósakerfið þegar öryggisorð eru valin. Grænt = allt er gott, haltu áfram. Gult = þetta fer að nálgast stopp, ef þú heldur áfram á þessari línu. Rautt = leikurinn er stoppaður. Sum kjósa að hafa ekki umferðaljósakerfið, heldur þýði stopp einfaldlega stopp. Enn önnur finna einhver allt önnur orð og nota sem öryggisorð. Svo eru það þau sem einhverra hluta vegna geta ekki tjáð sig með orðum þegar þau leika. Hvort sem það...