Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

Dásamlegu kinkverjar

Ég fór í parý á helginni sem leið. Kink-partý. Ég nýt mín alltaf í þessum partýjum og þetta partý var engin undantekning þar á. Ég elska að klæða mig upp, gera mig sæta og mæta, til að sýna mig og sjá aðra. Ég elska að sjá gömul andlit og ný í þessum partýjum. Sjá hvernig senan er síbreytileg, þó svo maður sjái oft sama fólkið aftur og aftur. Að sjá hvernig straumarnir fara í gegnum hana. Hvernig sum áhöld eru meira "inn" en önnur á hverjum tíma.  Ég elska að horfa á aðra leika, að sjá hvernig brosin leika við varir þeirra eða glottin sem gefa til kynna einhver djöfulleg áform. Að horfa á fólk njóta þess að engjast um, eða njóta þess að pína aðra.  Ég elska að drekka í mig stemminguna! Þar sem fólk fær að vera bara eins og það er. Hvort sem við erum að tala um loðbolta eða latex-hund, fáklædda dómínu í háum hælum eða gimp í mörgum lögum af leðri. Það má!! Og ég elska það!  Í síðasta partýi var fólk að æfa bindingar. Maður var að binda konu. Þegar ég fór að fylgjast með þe...

Nýjustu færslur

Örfantasía

Alein heima

Þegar ég kem til þín - saga

Uppgjör

Örfantasía

Allir boltarnir

Kvöldheimsókn - Saga

Á leiðinni heim

Örfantasía

Tekin með valdi - Saga