Örfantasía
Ég finn fyrir þér í myrkrinu. Húð við húð, læri við læri. Fingur þínir snerta andlitið á mér, strjúka eftir augabrúnunum, niður nefið, og létt yfir varirnar á mér. Aftur og aftur. Ég opna munninn örlítið og þegar fingur þínir finna varirnar narta ég laust í þá með vörunum. Höndin þín staldrar við og ég veiði þumalfingurinn á þér upp í mig og held þéttingsfast utanum hann með vörunum á mér síðan leyfi tungunni að leika við hann. Ég finn hvernig andrúmsloftið breytist og verður á augabragði hlaðið spennu.